Sálin Hans Jóns Míns
"Spor"

Hvað er þetta líf nema andartak, sem líður hjá -
ævintýraleit sem að fær þitt hjarta til að slá?
Finnur'ekki freistingar toga í?
Örlar ekk'á móð sem er eldur í?
Þú átt næsta leik, ekki hætta við að horfa á.
Láttu ekki seinna eitt lítið ef
angra þína sál - stígðu næsta skref.

Láttu verð´af því,
annars ertu í
sömu sporum endalaust.
Þegar ævi þín er öll
þá er það of seint.
Láttu verð´af því,
viltu vera í
sömu sporum endalaust?
Þó þú flytjir ekki fjöll
þá getur þú reynt,
þá getur þú alltaf reynt.

Áttu ekki von innst í huga þínum, eða hvað?
Eina litla ósk, sem í dagsins önn kemst ekki að.
Gamall getur sagt : "Já ég hefði átt
að lifa mínu lífi á annan hátt".

Láttu verð´af því,
annars ertu í
sömu sporum endalaust.
Þegar ævi þín er öll
þá er það of seint.
Láttu verð´af því,
viltu vera í
sömu sporum endalaust?
Þó þú flytjir ekki fjöll
þá getur þú reynt,
þá getur þú alltaf reynt.