Benni Hemm Hemm
"Regngalsinn"

Þú beist laust í höku mína
tennurnar blautar í gegn
sykurmolar dýft í kaffi
dýft í regn

Og við hlógum eins og rigning
og við hlógum eins og rigning

Þeir bitu laust í ökkla okkar
dvergvaxnir fuglar í lostahug
dúnsængurtittlingar, maríuerlur
bitu í ökkla, við hófumst á flug

Og við hlógum eins og rigning
og við hlógum eins og rigning

Þú hélst fast um ristilinn
við emjuðum af gleði
sólargeislar drápu á gluggann
það var kominn morgunn
það var kominn morgunn

Og við hlógum eins og rigning
og við hlógum eins og rigning
og við hlógum eins og rigning
og við hlógum eins og rigning